Bjóða til sumarleiks

Bílabúðar Benna með Benedikt Eyjólfsson í forystu býður til sumarleiks.
Bílabúðar Benna með Benedikt Eyjólfsson í forystu býður til sumarleiks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bílabúð Benna, í samstarfi við Fosshótel og Orkuna, endurtekur sumarleik sinn frá í fyrra með tilboðsverði á völdum notuðum bílum þar sem fylgja með verðmætir kaupaukar.

Má þar nefna sjö nætur á Fosshótelum um land allt, að andvirði 210.000 kr. og 50.000 kr. eldsneytiskort sem gildir á 65 stöðvum Orkunnar um land allt.

Þá verður reglulega dreginn út óvæntur glaðningur sem fellur í skaut eins heppins kaupanda í hvert sinn.

„Það er upplífgandi að sjá landið rísa upp úr Covid-ástandinu, undir öruggri stjórn heilbrigðisyfirvalda,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna í tilkynningu um sumarleikinn. „Við riðum á vaðið í fyrra, studdum íslenska ferðaþjónustu og gerðum fleiri Íslendingum kleift að ferðast innanlands. Nú endurtökum við leikinn með glæsilegum tilboðum á öruggum notuðum bílum frá okkur,“  segir Benedikt ennfremur. 

mbl.is