Bílum fækkar á vegunum

Umferðin hefur skroppið saman i Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins.
Umferðin hefur skroppið saman i Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt tölfræði sem breska samgönguráðuneytið í London hefur birt hefur farartækjum í umferðinni fækkað í fyrsta sinn frá árinu 1991.

Samkvæmt gögnunum fækkaði skráðum bílum um 192.000 í fyrra vegna afskráningar bíla sem rekja má til kórónuveirufaraldursins. Í heild var tilkynnt um 421.000 bifreiðar sem skyldu teknar af skrá.

„Tölurnar eru enn ein vísbendingin um hve mikið faraldurinn hefur truflað bílasamgöngur. Menn voru fastir á heimilum sínum mánuðum saman og notuðu tækifærið og tóku bílana af skrá til að spara sér bifreiðagjöld og tryggingagreiðslur,“ sagði Jack Cousens hjá bifreiðaeigendasamtökunum AA.

Tölfræði ráðuneytisins sýnir enn fremur að í fyrra hafi verið nýskráðir

179.000 afar sparneytnir bílar, þ.e. sem losa innan við 75 grömm af koldíoxíði á kílómetra. Nam skerfur þeirra af öllum nýskráningum 8,5%.

Var þar um 125% aukningu frá 2019 að ræða. Þetta voru fyrst og fremst hreinir rafbílar.

Fleiri fjölorkubílar, aðallega tvinnbílar með bensínvél og rafmótor, voru nýskráðir í Bretlandi 2020 en árið áður, eða 338.000 á móti 295.000. Þetta þýðir að þessi bílaflokkur hefur stækkað um 87% á árinu á sama tíma og bílum með brunavélar eingöngu snarfækkaði. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »