200 tóku frá jeppa

Tengiltvinnjepplingurinn Hyundai Tucson.
Tengiltvinnjepplingurinn Hyundai Tucson.

Tengiltvinnjepplingurinn Hyundai Tucson PHEV hefur fengið góðar viðtökur hjá bílaumboðinu BL. 

Alls seldi BL 25 þessara bíla í nýliðnum maí til einstaklinga og fyrirtækja, auk þess sem um tvö hundruð aðilar hafa látið taka frá fyrir sig bíl úr næstu sendingu, samvæmt upplýsingum frá BL. Tucson bíllinn var kynntur í lok maí. 

Um 200 manns skráðu sig fyrir tengiltvinnjepplingnum Hyundai Tucson
Um 200 manns skráðu sig fyrir tengiltvinnjepplingnum Hyundai Tucson
mbl.is