Ný og langdrægari Kona

Hin nýja og langdrægari Kona EV.
Hin nýja og langdrægari Kona EV.

Hyundai á Íslandi kynnir á  morgun laugardaginn 12. júní milli kl. 12 og 16, breyttan og langdrægari Kona Electric, sem var á sínum tíma fyrsti rafmagnaði sportjepplingurinn á mörkuðum Evrópu.

„Ný ytri hönnun Kona EV býr sem fyrr yfir kraftmiklu og straumlínulöguðu útliti en nýjar línur og breytt ásýnd á nýjum Kona leyna sér ekki í útlitinu.

Þá hefur farþegarýmið einnig verið uppfært með meiri þægindum, meiri búnaði og breyttri framsetningu, svo sem í mæla- og upplýsingaskjám,“ segir í tilkynningu.

Síðast en ekki síst má nefna að nýr Kona Style og Premium sem eru með 64 kWh rafhlöðu eru 35 km langdrægari en fráfarandi kynslóð, þar sem drægnin fer úr 449 km við ákjósanlegustu aðstæður í 484 km.

Style og Premium á hagstæðara verði

Hyundai Kona EV er sem fyrr fáanlegur í þremur útfærsælum, Comfort, Style og Premium,
þar sem nýr Comfort er áfram búinn 39 kWh rafhlöðu sem hefur 289 km drægi og kostar
sem fyrr kr. 5.290.000.

Verð á nýjum Style er einnig óbreytt frá fyrri gerð, kr. 5.990.000, enda þótt bíllinn sé nú búinn meiri búnaði en fráfarandi gerð, í raun þeim sama og fráfarandi Kona Premium auk þess sem nýr Style er nú með tvílitu þaki.

Verð fyrir nýjan Kona Premium er eitt hundrað þúsund krónum lægra en fyrri gerð bílsins og kostar nú kr. 6.090.000.

Hægt er að kynna sér búnað mismundandi gerða Kona EV á heimasíðu Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ, þar sem boðið verður upp á veitingar á sýningunni á morgun, laugardag.

Hin nýja og langdrægari Kona EV.
Hin nýja og langdrægari Kona EV.
Hin nýja og langdrægari Kona EV.
Hin nýja og langdrægari Kona EV.
Hin nýja og langdrægari Kona EV.
Hin nýja og langdrægari Kona EV.
mbl.is