Íslendingar spenntir fyrir pallbíl

F-150 Lightning er fyrsta rafknúna útgáfa samnefndra pallbíla Ford.
F-150 Lightning er fyrsta rafknúna útgáfa samnefndra pallbíla Ford.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, umboðsaðila bílaframleiðandans Ford á Íslandi, segir mikla eftirspurn eftir væntanlegum rafdrifnum pallbíl frá Ford. Slæmu fréttirnar séu þær að Ford hafi ákveðið að bíllinn verði ekki til sölu í Evrópu.

Trukkurinn heitir F-150 Lightning og er fyrsta rafknúna útgáfa samnefndra pallbíla Ford. Sá rafdrifni virðist ekki vera neinn eftirbátur jarðefnaeldsneytisútgáfunnar í vinsældum en yfir 100.000 manns hafa þegar tekið frá eintak.

Eftirspurn eftir pallbílum á meginlandi Evrópu er heldur rýr en Íslendingar eru, að sögn Egils, sólgnir í bæði pallbíla og rafbíla.

Netspjall Brimborgar hrundi nánast stuttu eftir að Ford kynnti bílinn. Því vonar Egill að Ford snúist hugur um sölu bílanna hérlendis. Það myndi einnig bæta þjónustu við bílana hjá Brimborg ef einhverjir kynnu að flytja þá inn á eigin vegum. baldurb@mbl.is

F-150 Lightning er fyrsta rafknúna útgáfa samnefndra pallbíla Ford.
F-150 Lightning er fyrsta rafknúna útgáfa samnefndra pallbíla Ford.
F-150 Lightning er fyrsta rafknúna útgáfa samnefndra pallbíla Ford.
F-150 Lightning er fyrsta rafknúna útgáfa samnefndra pallbíla Ford.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: