Hekla heldur rafmagnaðan fræðsludag

Audi Q4 e-tron hefur vakið verðskuldaða athygli þeirra sem vilja …
Audi Q4 e-tron hefur vakið verðskuldaða athygli þeirra sem vilja vistvæn ökutæki.

Næstkomandi laugardag, 6. nóvember, efnir bílaumboðið Hekla til kynningarviðburðar þar sem vistvænir bílar verða í forgrunni.

Í tilkynningu frá Heklu segir að bæði heimilis- og atvinnubílum verði gerð góð skil á viðburðinum sem fer fram í sýningarsalnum á Laugavegi milli kl. 12 og 16.

Geta gestir fengið að kynnast vistvænum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi sem eiga það allir sameiginlegt að ganga fyrir íslenskri orku.

Áhugasamir geta notað tækifærið til að fá leiðsögn hjá rafvirkja sem verður á svæðinu, og leiðbeinir t.d. um hvernig koma má heimahleðslustöð haganlega fyrir. Fulltrúar Orku náttúrunnar verða líka til taks til að svara spurningum um heimahleðslu, hraðhleðslu og aðrar hleðslulausnir. Loks munu rafbílaeigendur í atvinnurekstri vera viðstaddir og miðla af reynslu sinni.

Í tilkynningu segir að boðið verðir upp á kaffi, ristaðar möndlur frá Möndlubásnum og Skúbb-Ís og hægt að óska eftir reynsluakstri, en allir þeir rafbílar sem Hekla flytur inn verða á svæðinu. ai@mbl.is

Volkswagen ID.4 markaði nýja stefnu hjá þýska bílaframleiðandanum og þykir …
Volkswagen ID.4 markaði nýja stefnu hjá þýska bílaframleiðandanum og þykir hafa heppnast mjög vel.
Skoda Enyaq þykir búa yfir öllum þeim góðu kostum sem …
Skoda Enyaq þykir búa yfir öllum þeim góðu kostum sem Skoda er fyrir löngu þekkt fyrir.
mbl.is