Er Audi á leið í Formúluna?

Frá Formúlu 1 kappakstri.
Frá Formúlu 1 kappakstri. AFP

Forsvarsmenn Audi segjast vera að nálgast marklínuna þegar kemur að þróun Formúlu 1 bíls frá framleiðandanum. Þeir segjast horfa til ársins 2026 í því sambandi, þegar fyrirhugaðar reglubreytingar í keppninni taka gildi sem ætlað er að gera keppnina alla sjálfbærari.

Þetta kemur fram á vef Autocar.

Samþykkis frá Volkswagen, móðurfélagi Audi, er nú beðið til þess að reka megi smiðshöggið á áform um formúlulið.

Ekki er vitað hvort slíkt leyfi gæfi Porsche, sem einnig heyrir undir Volkswagen, tækifæri til þess að ráðast í smíðar á formúlubíl.

Þá er einnig ekki vitað hvort Audi mun koma til með að búa að eigi liði í Formúlu 1 keppninni, eða hvort málum lyktir með því að Audi framleiði bara vélar í bíla annarra liða.  

mbl.is