Askja frumsýnir nýjan bíl á morgun

Nýr Honda HR-V Hybrid.
Nýr Honda HR-V Hybrid.

Askja, umboðsaðili Honda á Íslandi, frumsýnir nýjan Honda HR-V Hybrid á morgun í Honda-salnum á Krókhálsi. 

Samhliða fumsýningunni verða ný Honda-mótorhjól frumsýnd, en þau eru þekkt fyrir gæði áreiðanleika og fallega hönnun að því er fram kemur í tilkynningu frá Öskju. 

Honda mótórhjól.
Honda mótórhjól.

Sýningin byrjar klukkan 12 á morgun og lýkur klukkan 16. 

„Honda HR-V Hybrid er hlaðinn kostum. Hann er sparneytinn og hagkvæmur en í hönnun og staðalbúnaði er hvergi til sparað. Aðgengi er framúrskarandi gott og þar leikur nítján sentimetra veghæð bílsins stórt hlutverk,“ segir í tilkynningunni.

„Bíllinn er rúmgóður að innan bæði fyrir fólk og farangur og mun rúmbetri en fyrri gerðir HRV. Hægt er að leggja Magic-aftursætin niður mjög auðveldlega og auka þannig enn frekar á farangursrýmið ef þörf er á. Bíllinn er vel búinn staðalbúnaði og hönnun á innra rýminu er fáguð og vandað efnisval. Honda HR-V Hybrid kemur með fimm ára ábyrgð og innifalin er regluleg þjónusta í þrjú ár.“

mbl.is