Vorvindar blása í Kauptúni

Rafmagns- og tengiltvinnbílar verða í forgrunni á sýningunni.
Rafmagns- og tengiltvinnbílar verða í forgrunni á sýningunni. Ljósmynd / Toyota

Toyota á Íslandi efnir til viðburðar í Kauptúni á laugardag, 23. apríl, þar sem sýnt verður úrval nýrra bíla frá Toyota og Lexus. Stendur sýningin yfir frá kl. 12 til 16 og segir í tilkynningu að sérstök áhersla verði lögð á það sem framundan er í rafmagns- og tengiltvinnbílum. Munu sérfræðingar Toyota og Lexus verða á staðnum og svara spurningum.

Meðal nýjunga sem standa uppúr á viðburðinum eru sýningareintök Corolla Cross sem gestir geta barið augum, en sá bíll er væntanlegur á markað hér á landi síðar á árinu. Einnig verður ný kynslóð borgarbílsins Aygo X kynnt. Fyrsti rafmagnsbíll Toyota, bZ4X kemur til landsins í sumar og verður hægt að fræðast um hann á viðburðinum.

Áhugasamir geta reynsluekið Lexus UX 300e, fyrsta rafmagnsbíl Lexus, og einnig stendur gestum til boða að prófa nýja kynslóð Lexus NX 450h+ tengiltvinnbílsins. Þá munu sölumenn fræða um Lexus RZ 450e sem væntanlegur er til landsins innan skamms og þegar byrjað að taka við forpöntunum. ai@mbl.is

Innan skamms er von á áhugaverðum nýjum vistvænum bifreiðlum frá …
Innan skamms er von á áhugaverðum nýjum vistvænum bifreiðlum frá Lexus.
mbl.is