Með vindskeið og fleiri hestöfl

Minni háttar breytingar á framsvipnum sækja innblástur til bíla eins …
Minni háttar breytingar á framsvipnum sækja innblástur til bíla eins og ofursportbílsins Lamborghini Sián. Ljósmynd / Lamborghini

Ítalski draumabílaframleiðandinn Lamborghini svipti á dögunum hulunni af nýrri útgáfu af Huracán-sportbílnum.

Huracán kom fyrst á markað árið 2014 og er „litli Lambóinn“ hjá þeim í Sant'Agata Bolognese: ódýrari og nettari um sig en Lamborghini Aventador og með 10 strokka vél í stað 12 strokka. Hefur Huracán gengið í gegnum ýmsar breytingar og betrumbætur undanfarin átta ár og stóðu þar m.a. upp úr Huracán Performante sem var smíðaður frá 2017 og 2019, Huracán EVO sem hefur verið framleiddur frá 2019, og loks kappakstursbrautarbíllinn STO sem frumsýndur var 2021.

Nú bætist Huracán Tecnica við og lendir n.v. á milli EVO og STO hvað kraft og aksturseiginleika varðar.

Farþegarýmið breytist sáralítið, enda vel heppnað frá upphafi.
Farþegarýmið breytist sáralítið, enda vel heppnað frá upphafi.

Á Huracán Tecnica að henta bæði til daglegs aksturs og til að spana á keppnisbrautum. Vélin skaffar allt að 640 hestöfl (CV) og 565 Nm tog, en bætt hönnun þýðir að þegar bíllinn er á ferð er afturdekkjunum þrýst af 35% meiri krafti ofan í malbikið, og vindmótstaða er 20% minni en hjá EVO.

Kælibúnaður bremsukerfis hefur verið endurhannaður og breyttu púströri komið fyrir til að framkalla enn fallegra vélarhljóð. Bíllinn vegur 1.379 kg og er hlutfall krafts og þyngdar 2,15 kg á hvert hestafl. Huracán Tecnica er ekki mjög frábrugðinn bræðrum sínum í útliti. Munar mest um að bíllinn er búinn vindskeið og búið að lækka vélarhlífina á bílnum aftanverðum.

Verða fyrstu eintökin afhent síðar á þessu ári. ai@mbl.is

Stærstu útlitsbreytinguna er að finna að aftan, þar sem vélar-glugginn …
Stærstu útlitsbreytinguna er að finna að aftan, þar sem vélar-glugginn hefur verið felldur niður frekar en að flútta við þaklínuna. Vindskeiðin er ekkert slor.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »