Rafmagnsbílasýning hjá Heklu um helgina

Mitsubishi Eclipse Cross var mest seldi tengiltvinnbíll á Íslandi árið …
Mitsubishi Eclipse Cross var mest seldi tengiltvinnbíll á Íslandi árið 2022 en hann verður meðal bíla sem verða til sýnis hjá Heklu um helgina. Ljósmynd/Hekla

Á laugardaginn blæs Hekla til bílasýningar að Laugavegi 174 á milli klukkan 12 og 16. Á sýningunni verður lögð áhersla á rafmagnsbíla og allt sem við kemur hleðslulausnum.

Gestum og gangandi verður boðið upp á ís frá Valdísi og kaffi frá Te og kaffi. Starfsfólk Heklu kynnir og veitir ráðgjöf um allt það nýjasta í hleðslustöðvum sem henta rafbílum, auk fulltrúa frá Ísorku og ON.

Fjölbreytt úrval rafbíla verður til sýnis, má þar nefna Skoda Enyaq sem er einn mest seldi rafmagnsbíll landsins og fæst í ýmsum útfærslum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heklu.

Skoda Enyaq.
Skoda Enyaq. Ljósmynd/Hekla
ID fjölskylda Volkswagen inniheldur nú fimm tegundir. Nýlega bættust við …
ID fjölskylda Volkswagen inniheldur nú fimm tegundir. Nýlega bættust við ID.5 og ID.Buzz, sem leysir gamla rúgbrauðið af hólmi. Atvinnubíllinn ID.Buzz Cargo, var nýlega valinn alþjóðlegur sendibíll ársins 2023. Ljósmynd/Hekla
ID4 GTX.
ID4 GTX. Ljósmynd/Hekla
Audi e-tron 55 verður á sýningunni, en nokkrir bílar eru …
Audi e-tron 55 verður á sýningunni, en nokkrir bílar eru til á lager sem hægt er að fá afhenta á næstu dögum. Audi Q4 verður einnig til sýnis auk flaggskipsins e-tron GT. Ljósmynd/Hekla
mbl.is