Pabbi sem óttast ekki tilfinningar

Miles Adcox er á því að feður þurfi að upplifa ...
Miles Adcox er á því að feður þurfi að upplifa tilfinningar til að vera í nánum tengslum við börn sín. Ljósmynd/Aðsend

Miles Adcox eigandi Onsite er vinsæll fyrirlesari og ráðgjafi. Hann hefur aðstoðað fólk víða um heiminn við að tengjast tilfinningum sínum. Þekktir einstaklingar m.a. úr tónlistaiðnaðinum eru duglegir að heimsækja Onsite og vinna úr því sem þeir þurfa til að ná markmiðum sínum í lífinu. Onsite býður upp á það sem kallast framhaldsmeðferð, fyrir almenning sem vill öðlast betra líf. 

Adcox varð nýverið faðir í fyrsta skiptið og á nú von á sínu öðru barni. Hann segir son sinn kenna honum margt um tilfinningar, en að karlmenn séu þjálfaðir í að forðast tilfinningar eða að upplifa og eltast einvörðungu við þær tilfinningar sem eru góðar. 

Hann veltir upp hvaða tilfinningu karlmenn ætli að upplifa á nýju ári?

„Þetta er spurning sem mörg okkar gleyma, sér í lagi við karlmenn. Flestir okkar eru sérfræðingar í að forðast tilfinningar í stað þess að upplifa þær. Okkur er kennt að eltast við það sem er gott, sama hvað það kostar, og afneita óþægilegum tilfinningum innra með okkur. 

Að upplifa allar tilfinningar er lykilatriði í góðri andlegri heilsu. Góð andleg heilsa leiðir síðan til góðrar líkamlegrar heilsu, hefur áhrif á samböndin sem við erum í, vinnuna, föðurhlutverkið og fleira.

Það er óþægilegt í upphafi að byrja að æfa sig í þessu, en eins og með líkamsrækt þá víkja óþægindin við stöðugar æfingar. Áður en við síðan vitum af þá fæðist innra með okkur nýr vöðvi tilfinningagreindar. Upphafsstefið er alltaf að bera kennsl á tilfinningarnar sem búa innra með okkur og að bera kennsl á þau svið sem okkur langar að vaxa á.

Ég lifði góðu lífi hér áður og hafði ekki hugmynd um af hverju ég væri að missa, að vera tilfinningalega ekki til staðar í lífinu. En lífið varð svo mikið betra. Eins er ég stöðugt enn þá að læra. Þeir karlmenn sem hafa áhyggjur af því að missa karlmennskuna við þessar æfingar, þurfa ekki að óttast. Karlmannlegir karlar í dag eru einmitt tilfinningalega heilbrigðir.  

Á þesu ári langar mig að finna meiri ánægju, gleði og sorg. Ég veit að síðasta tilfinningin hljómar einkennilega en það er sú tilfinning sem ég á auðveldast með að forðast.

Ég hef hins vegar tekið eftir því að ef ég forðast sorg þá upplifi ég mikinn sársauka og misræmi í lífinu. Ég hef einnig unnið hart í því að halda ekki aftur að tárunum. Sonur minn hefur verið minn besti kennari í þessu. Hann er enn þá svo frjáls með sínar tilfinningar.

Hvaða tilfinningar myndir þú setja á þinn lista á þessu ári?“

View this post on Instagram

Explore the world like a child and see how beautiful it is.

A post shared by Miles Adcox (@milesadcox) on Dec 30, 2018 at 7:37am PST

mbl.is