Jolie stal senunni með barnaherinn

Angelina Jolie með börn sín á frumsýningu Dumbo.
Angelina Jolie með börn sín á frumsýningu Dumbo. mbl.is/AFP

Leikkonan Angelina Jolie sést oftar en ekki í fylgd barna sinna og í vikunni mætti hún með börnin með sér þegar kvikmyndin Dumbo var frumsýnd í Hollywood. Þótt það hafi vantað tvö börn hennar í barnahópinn fór mikið fyrir börnunum enda á Jolie sex börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Brad Pitt. 

Þau Zahara 14 ára, Shiloh 12 ára og tíu ára gömlu tvíburarnir Vivienne og Knox virtust skemmta sér vel í félagsskap móður sinnar en ekki er vitað hvar þeir Maddox og Pax voru en þeir eru elstir í hópnum og hafa ef til vill ákveðið að vera heima. 

Jolie leikur ekki í Disney-myndinni svo koma hennar var nokkuð óvænt. Erlendis er lítið fjallað um aðra gesti frumsýningarinnar enda fátt sem vekur meiri athygli en Angelina Jolie og einn frægasti systkinahópur í heimi. 

Shiloh, Vivienne, Knox, Angelina Jolie og Zahara.
Shiloh, Vivienne, Knox, Angelina Jolie og Zahara. mbl.is/AFP
Angelina Jolie, Shiloh Jolie-Pitt og Knox Jolie-Pitt voru í stuði …
Angelina Jolie, Shiloh Jolie-Pitt og Knox Jolie-Pitt voru í stuði á frumsýningunni. mbl.is/AFP
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu