Hjálmar eignaðist dóttur

Hjálmar Örn er stoltur faðir.
Hjálmar Örn er stoltur faðir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Snapchat-stjarnan og grínistinn, Hjálm­ar Örn Jó­hanns­son, tilkynnti um fæðingu dóttur sinnar á Facebook-síðu sinni í dag. Hrósaði hann unnustu sinni, Ljósbrá Logadóttir, fyrir að standa sig eins og hetja. 

„Hér má sjá Bjargey Hjálmarsdóttur mætta í heiminn með mömmu sinni sem stóð sig eins og hetja og sagði meira að segja tvo brandara í miðri fæðingu,“ skrifaði Hjálmar á Facebook og sagðist nú vera stoltur fjögurra barna faðir. 

mbl.is