Ég veit að ég segi pabbalega brandara

Paul Rudd er einstakur faðir og góður leikari.
Paul Rudd er einstakur faðir og góður leikari. mbl.is/AFP

Það elska allir leikarann Paul Rudd. Hann þekkir tilfinninguna að vera foreldri þar sem hann á tvö börn með eiginkonu sinni Yulie Yaeger. Eftirfarandi hugleiðingar frá honum er að finna á vefmiðli Huffington Post. Það er ýmislegt sem hægt er að taka upp eftir leikaranum þegar kemur að uppeldinu. Meðal annars góð ráð til að fá börnin til að hlæja.

Að mistakast 

„Þegar ég sagði syni mínum að ég yrði í ofurhetjumynd, spurði hann mig hvað ég meinti með því. Ég sagði honum að ég yrði í Ant-Man og það hafði lítil áhrif á hann. Reyndar sagðist hann ekki geta beðið eftir því að sjá hversu asnalegt það yrði.“

Foreldrahlutverkið breytir

„Ég hef upplifað hvernig foreldrahlutverkið gerir mann tengdari tilfinningunum. Bara það að sjá eitthvað sorglegt í sjónvarpinu er nóg til að ég byrja að gráta. Börnin eru dugleg að benda á það hjá mér.“

Pabbabrandarar

„Uppáhaldið mitt er þegar krakkarnir mínir ranghvolfa augunum þegar ég er að segja þeim brandara. Ég veit að ég segi pabbalega brandara, en ég veit líka að þeim finnst þeir fyndnir. Þó að krakkarnir reyni að halda aftur að því að brosa.“

Börnin og vinnan

„Í fyrsta skiptið sem ég sýndi syni mínum kvikmynd sem ég hafði leikið í var þegar ég tók hann á frumsýningu. Ég var allt í senn stoltur og stressaður. Hann hafði aldrei áður komið á frumsýningu. Það besta við lífið er að geta deilt því sem maður gerir með börnunum sínum. Ef ég gæti fengið vinnu hjá Mancester City þá væri ég raunverulega töff í hans augum.“

Að tengja

„Ég man þegar ég lék föður stúlku í kvikmynd eftir að ég varð faðir sjálfur hugsaði ég með mér hvort dóttir mín yrði leið að sjá mig í þessu hlutverki. En ég notaði það sem ég hafði upplifað sjálfur sem faðir hennar. Síðan þegar hún sá kvikmyndina gat ég sagt henni að hún hefði tengt við tengsl okkar og dóttir mín kunni einmitt svo vel að meta það.“

Aðalhlutverkið 

„Ég kem ekki úr fjölskyldu þar sem allir eru leikarar svo í starfi mínu er margt óvænt. Ég hins vegar tengi mikið betur við að vera faðir og eiginmaður heldur en einhver persóna sem situr á bakinu á maur í kvikmynd. Svo það er mitt meginhlutverk í lífinu.“

Húmor

„Ef ég ætla að vera fyndinn geng ég um á nærbuxunum og tosa þær virkilega hátt upp. Ég reyni að vera mjög alvarlegur í þessum aðstæðum. Ég elska að gera það og fæ mikinn hlátur í staðinn.“

mbl.is