Með fangið fullt af börnum

Edda Hermannsdóttir með fangið fullt af börnum á Spáni.
Edda Hermannsdóttir með fangið fullt af börnum á Spáni.

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með athafnakonunni Eddu Hermannsdóttur. Hún útskrifaðist nýverið úr PMD stjórnendanámi frá IESE Business School og nýtur nú aðdraganda páskanna á Spáni með fjölskyldunni. 

Eins og sést á samfélagsmiðlum þá er hún í faðmi fjölskyldunnar. Unnusti hennar er fyrrum fótboltastjarnan Ríkharður Daðason. Þau eiga sitthvor tvö börnin og eru hamingjusöm stór nútímafjölskylda sem lætur hlutina ganga. 

Það virðist vera alveg sama hvað Edda tekur sér fyrir hendur, hún gerir hlutina að fullum krafti. Edda starfar hjá Íslandsbanka og stýrir markaðsmálum, samskiptum og greiningu bankans. 

View this post on Instagram

Útskrifaðist í gær úr PMD stjórnendanámi með dýrmætum vinum og fagnaði með mínu fólki. Ég naut hverrar einustu mínutu í skólastofu og heimalærdómi í vetur. Hugsa ég lesi samt bara rauðu seríuna næstu árin.

A post shared by Edda Hermanns (@eddahermanns) on Apr 13, 2019 at 1:06am PDT

mbl.is