Staðgöngumóðirin farin af stað

Staðgöngumóðir Kim Kardashian West og Kanye West er komin upp ...
Staðgöngumóðir Kim Kardashian West og Kanye West er komin upp á spítala þar sem fæðingin er farin af stað. AFP

Ef marka má Ellen DeGeneres er staðgöngumóðir Kim Kardashian West, sem gengur með fjórða barn þeirra Kanye West, farin af stað í fæðingu. Barnið er því væntanlegt í heiminn á hverri mínútu. 

Kris Jenner sem er 63 ára mætti í þátt DeGeneres sem kom henni á óvart með því að bjóða Kourtney Kardashian og sex af barnabörnum hennar á staðinn. 

Kim Kardashian West átti að mæta, en ástæðan fyrir því að hún var vant við látin var sú að hún var uppi á spítala að taka á móti fjórða barni sínu. 

„Hvað erum við þá að gera hér? Verðum við ekki að fara til hennar?“

Samkvæmt barnabörnunum er Kris Jenner æðisleg amma. Hún er góð að taka með í búðir þar sem hún er dugleg að kaupa hluti handa börnunum. 

„Ég elska að fara að versla með ömmu,“ segir Mason sonur Kourtney Kardashian í þættinum. 

mbl.is