Fróði verður pabbi

Elijah Wood er að fara að takast á við nýtt ...
Elijah Wood er að fara að takast á við nýtt hlutverk. mbl.is/AFP

Leikarinn Elijah Wood sem fór með hlutverk Fróða í Hringadróttinssögu er að fara takast á við nýtt hlutverk, föðurhlutverkið. Myndir náðust nýlega af unnustu hans skarta afar stórri óléttubumbu svo það virðist sem stutt sé í erfingjann. 

People greinir frá því að hinn 38 ára ára gamli leikari hafi sést með unnustu sinni, Mette-Marie Kongsved, í Los Angeles á mánudaginn þar sem þau voru að versla húsgögn. Stór óléttukúla Kongsved var ekki það eina sem vakti athygli heldur einnig hringur á baugfingri hennar. Þykir hringurinn vera merki um að parið sé trúlofað. 

Parið hefur að minnsta kosti verið saman síðan í janúar 2018 en hin danska Kongsved er kvikmyndaframleiðandi. Wood og Kongsved eru lítið fyrir að vekja á sér of mikla athygli en þau mættu þó opinberlega saman á tískusýningu í byrjun árs. 

View this post on Instagram

Элайджа Вуд и Метте-Мари Конгсвед в Лос-Анджелесе. Элайджа и Метте-Мари вместе 2 года. Они познакомились на съёмках фильма "В этом мире я больше не чувствую себя как дома" (отличный фильм, кстати) Ну что скажем? Ждём голубоглазого малыша или ждём выхода Элайджи из шкафа? 😁 #ElijahWood

A post shared by 𝐂𝐄𝐋𝐄𝐁𝐑𝐈𝐓𝐈𝐄𝐒 𝐄𝐕𝐄𝐑𝐘𝐃𝐀𝐘 (@celebs_in_touch) on Jul 9, 2019 at 8:11pm PDT

Elijah Wood.
Elijah Wood. mbl.is/AFP
mbl.is