Skammast sín fyrir pabba á Instagram

Leikarinn Rob Lowe.
Leikarinn Rob Lowe. mbl.is/AFP

John Owen Lowe sonur leikarans Rob Low gerir reglulega grín að fyrirsögnum undir myndum hjá pabba sínum á Instagram. Rob er duglegur að setja inn myndir á Instagram og skrifar iðulega eitthvað undir myndirnar sem syni hans finnst of miðaldra. 

Við mynd af Rob rennandi sveittum benti John á að hann hefði alveg „óvart“ tekið mynd af sér fyrir framan Emmy-verðlaunatilnefningarnar sínar. John virtist heldur ekki vera hrifinn af því þegar Rob skrifaði „Trekant“ undir mynd af sér og vinum sínum. 

John var orðlaus þegar pabbi hans birti falsað keðjubréf sem gekk nýlega um Instagram og benti honum á að eldri sonur hans væri lögfræðimenntaður og hann hefði auðveldlega getað leitað til hans áður en hann deildi keðjubréfinu.

John Owen er 24 ára gamall og yngri sonur Rob Lowe og eiginkonu hans Sheryl Berkoff. Eldri bróðir hans, Edward er 26 ára og greinilega lögfræðimenntaður. 

skjáskot/Instagram
skjáskot/Instagram
skjáskot/Instagram
skjáskot/Instagram
skjáskot/Instagram
mbl.is