Kasólétt á tískupallinum

Fyrirsætan Ashley Graham á tískupalli Tommy Hilfiger.
Fyrirsætan Ashley Graham á tískupalli Tommy Hilfiger. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Ashley Graham er kasólétt en lætur það ekki stoppa sig á tískuvikunni í New York. Hún hefur verið á fullu alla vikuna og gekk meðal annars tískupallinn fyrir Tommy Hilfiger og reyndi alls ekki að fela kúluna. 

Hlutleysi einkennir oftast fyrirsætur á tískupöllum en það stoppaði ekki Graham í að koma við magann á sér á tískusýningu Tommys Hilfigers. Kjóllinn sem hún klæddist á pallinum var ekki þröngur en þó tekinn saman með belti. Það fór meira fyrir óléttunni þegar Graham hélt um magann eins og sjá má á myndinni hér að ofan. 

Ashley Graham á tískuvikunni í New York þann 7. september.
Ashley Graham á tískuvikunni í New York þann 7. september. mbl.is/AFP

Á öðrum viðburðum á tískuvikunni hefur Graham verið dugleg að klæðast þröngu svo bumban fer ekki fram hjá neinum. 

Mánuður er síðan fyrirsætan greindi frá óléttunni. Til­kynn­ing­in kom á níu ára brúðkaupsafmæli henn­ar og eig­in­manns henn­ar, Just­ins Ervins. 

Ashley Graham hélt um kúluna á tískuvikunni í New York …
Ashley Graham hélt um kúluna á tískuvikunni í New York þann 6. september. mbl.is/AFP
mbl.is