Sjóherinn fékk kveðju en ekki dóttirin

Donald Trump óskaði dótturinni ekki til hamingju með daginn á …
Donald Trump óskaði dótturinni ekki til hamingju með daginn á Twitter. AFP

Donald Trump bandaríkjaforseti gaf sér tíma í gær til að óska sjóher Bandaríkjanna til hamingju með 244 ára afmælið. Hann hafði þó greinilega ekki tíma til að óska dóttur sinni, Tiffany Trump, til hamingju með daginn en hún varð 26 ára í gær. 

Trump var ansi duglegur á Twitter á sunnudag, eins og oft áður, tísti um löggjafarvaldið í Bandaríkjunum, fólk sem ver hann og þá umdeildu ákvörðun hans að taka herlið Bandaríkjanna úr Sýrlandi. Dóttir hans var honum þó greinilega ekki ofarlega í huga þann daginn. 

Tiffany er næst yngsta barn forsetans, en hann átti hana með annarri eiginkonu sinni Marla Maples. Tiffany er þeirra eina barn saman og ólst hún upp að mestu leyti hjá móður sinni. 

Það voru þó ekki allir í fjölskyldunni sem gleymdu afmæli Tiffany, en systir hennar, Ivanka, óskaði henni til hamingju með daginn á Instagram og setti inn gamla mynd af þeim systrum saman. 

View this post on Instagram

Happy, happy birthday Tiffany! You have grown into an amazing woman, despite my many babysitting fails! 😜

A post shared by Ivanka Trump (@ivankatrump) on Oct 13, 2019 at 8:56am PDT

mbl.is