Sjötugur Gere á von á öðru barni á stuttum tíma

Richard Gere er sagður aftur eiga von á barni.
Richard Gere er sagður aftur eiga von á barni. AFP

Hollywood-leikarinn Richard Gere er sagður eiga von á sínu öðru barni í vor að því er fram kemur á spænska miðlinum Hola!. Gere og eiginkona hans, hin spænska Al­ej­andra Silva, eignuðust sitt fyrsta barn saman í febrúar á þessu ári. Það verður því aðeins rétt rúmlega ár á milli barnanna. 

Talsmaður Gere hefur hvorki viljað staðfesta né neita því að hjónin eigi von á sínu öðru barni saman. 

Hjón­in giftu sig í apríl árið 2018 og ekki leið á löngu þar til leik­ar­inn og eig­in­kona hans, sem er nú 36 ára, staðfestu að von væri á barni. Gere á fyr­ir Homer James Jigme sem hann eignaðist með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Carey Lowell, árið 2000. Silva á son­inn Al­bert með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um. 

mbl.is