Baldwin-hjónin upplifa annan fósturmissi

Hilaria Baldwin og Alec Baldwin.
Hilaria Baldwin og Alec Baldwin. AFP

Meðganga Hilariu Baldwin, eiginkonu leikarans Alec Baldwin, endaði eftir aðeins fjóra mánuði. Baldwin-hjónin tilkynntu á mánudag að eftir 20 vikna ómskoðun hafi komið í ljós að meðgöngunni væri lokið. Þetta er annar fósturmissirinn sem þau hjónin upplifa á 7 mánuðum. 

„Það tekur á okkur að tilkynna að við komumst að því að barnið okkar lést eftir aðeins 4 mánaða meðgöngu. Okkur langar að láta ykkur vita að okkur líður illa núna, en okkur mun líða betur,“ skrifaði Hilaria á Instagram við myndband af sér með dóttur sinni Carmen, 6 ára. 

Í myndbandinu reynir Hilaria að útskýra fyrir dóttur sinni að hún viti ekki hvort hún muni eignast annað systkini handa henni á næstunni, en að hún muni reyna sitt allra besta. Þau tilkynntu um óléttuna í september síðastliðnum. Baldwin-hjónin eiga fjögur börn saman, þau Carmen, Romeo, Leonardo og Rafael. 

Hilaria er 35 ára en Alec er 61 árs. Hann á eina dóttur fyrir úr fyrra sambandi sínu, Ireland Baldwin, með Kim Basinger.

View this post on Instagram

We are very sad to share that today we learned that our baby passed away at 4 months. We also want you to know that even though we are not ok right now, we will be. We are so lucky with our 4 healthy babies—and we will never lose sight of this. I told Carmen and took this so I could send it to Alec. I guess this is a good way to share it with you too. I told her that this baby isn’t going to come after all...but we will try very hard to give her a little sister another time. I’m really devastated right now...I was not expecting this when I went to my scan today. I don’t know what else to say...I’m still in shock and don’t have this all quite clear. Please no paparazzi...that’s all I ask ❤️

A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) on Nov 11, 2019 at 5:29pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert