Er þetta sonur minn?

Luca og mamma.
Luca og mamma. skjáskot

Hin 23 ára gamla Ella Gayle var alvarlega farin að íhuga það hvort að sonur hennar væri raunverulega sonur hennar þar sem hann er svo ólíkur henni.

Gayle á rætur sínar að rekja til Jamaíku, Ítalíu og Írlands. Hún er með dökkt hár, brún augu og dökk á hörund. Sonurinn Luca er hinsvegar, hvítur, rauðhærður og með blá augu.

Pabbi drengsins, Christian Henman, er líka hvítur en er með dökkt hár. „Maður tekur eftir hári Luca úr langri fjarægð og þegar ég er úti með hann starir fólk á okkur því við erum svo ólík,“ sagði Gayle í viðtali.

„Pabbi Luca er með blá augu eins og hann en þar fyrir utan er hann eiginlega ekkert líkur okkur foreldrunum. Fólk hefur grínast með það að við höfum fengið vitlaust barn með okkur heim af fæðingardeildinni, en ég fæddi hann heima svo það er ekki möguleiki,“ sagði Gayle.

Þau grandskoða nú ættartré sitt til að reyna að finna út hvaðan litli drengurinn hefur fengið sitt rauða hár. „Ég á tvö frændsystkini með rautt hár og eru það einu skyldmenni okkar Christians sem eru með rautt hár,“ sagði Gayle.

Hún bætti við að henni sé nákvæmlega sama þó fólk stari á þau mæðginin á förnum vegi þar sem henni finnst sonur sinn vera fallegasta barn í heimi.

Sonurinn er ekki mjög líkur foreldrum sínum.
Sonurinn er ekki mjög líkur foreldrum sínum. skjáskot
mbl.is