Á von á fimmta barninu á 20 árum

Ronan Keating á sviðinu í Herjólfsdal fyrir nokkrum árum.
Ronan Keating á sviðinu í Herjólfsdal fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/Sigurjón Ragnarsson

Íslandsvinurinn Ronan Keating á von á öðru barni með eiginkonu sinni, Storm Uechtritz. Tónlistarmaðurinn eignaðist þrjú börn með fyrstu eiginkonu sinni og verða því Keating-systkinin fimm á næsta ári. 

Keating greindi frá óléttunni á Instagram. Á myndinni má sjá Uechtritz og tveggja ára gamlan son þeirra, Cooper, kyssa litlu bumbuna. Miðað við stærðina virðist ekki vera von á barninu fyrr en í vor. 

Keating á fyrir Jack sem er tvítugur, Missy sem er 18 ára og Ali sem er 14 ára með fyrrverandi eiginkonu sinni Yvonne Connolly.

View this post on Instagram

Another little Keating on the way ♥️

A post shared by Ronan Keating (@rokeating) on Nov 25, 2019 at 11:52pm PST

mbl.is