Sonur Bruce Springsteen orðinn slökkviliðsmaður

Sam ásamt foreldrum sínum.
Sam ásamt foreldrum sínum. Skjáskot/Instagram

Sam Springsteen, yngsti sonur tónlistarmannsins Bruce Springsteen, er formlega orðinn slökkviliðsmaður í Jersey-borg í New Jersey-ríki.

Innsetningarathöfnin var á þriðjudaginn síðastliðinn og sagðist faðirinn vera gríðarstoltur af syninum í viðtali við CBS New York. Sam er 26 ára gamall.

„Það var langur aðdragandi að þessu og hann var mjög ákveðinn í mörg ár og við erum bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Bruce í viðtalinu. 

Sam bætti því við í viðtalinu að þetta hefði ekki verið auðvelt og þjálfunin hefði tekið mikið á. Hann útskrifaðist úr Monmouth County Fire Academy árið 2014 og tók próf til að verða hluti af slökkviliðsdeildinni árið 2017. „Hann er mjög klár,“ sagði slökkviliðsstjórinn Henry Stryker III. 


 

mbl.is