Eignuðust eineggja fjórbura náttúrulega

Fjórburarnir Hudson, Harrison, Henry og Hardy komu í heiminn í …
Fjórburarnir Hudson, Harrison, Henry og Hardy komu í heiminn í mars. Ljósmynd/Facebbok

Hjónin Jenny og Chris Marr í Texas í Bandaríkjunum eignuðust fyrr á þessu ári fjórbura. Fjórburarnir eru eineggja og voru getnir með náttúrulegum hætti.

Bæði Chris og Jenny eru einbirni og eiga ekki fjölskyldusögu um fjölbura. Fjórburarnir eru fyrstu börn foreldra sinna. Samkvæmt séfræðingum sem Washington Post talaði við er það gríðarlega sjaldgæft að fjórburar séu getnir náttúrulega. 

„Þetta er svo ótrúlega sjaldgæft að það eru aðeins 72 skráð tilvik í heiminum um eineggja fjórbura sem getnir voru náttúrulega,“ sagði dr. Brian Rinehart í tilkynningu til fjölmiðla.

Fjórburarnir Hudson, Harrison, Henry og Hardy fæddust 15. mars eða um það leyti sem heimurinn lokaði nokkurn veginn. Jenny segir í færslu á Facebook að það hafi verið einstök reynsla að eignast börn í miðjum heimsfaraldri en þakkar starfsfólki spítalans fyrir að hugsa vel um sig og börnin á þessum fordæmalausu tímum.

Fjórburarnir litlu komu í heiminn á 28. viku, um fimm vikum fyrir tímann sé miðað við fjórburameðgöngu. Þeir voru þó ansi hraustir og þurftu ekki auka súrefni þótt þeir hafi verið í hitakassa í nokkrar vikur. 

Chris og fjórburarnir.
Chris og fjórburarnir. Ljósmynd/Facebook
Jenny og synir hennar.
Jenny og synir hennar. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert