Litaði hræðilegar augabrúnir á ungbarn

Móðir málar augabrúnir á barn sitt og birtir myndbönd á …
Móðir málar augabrúnir á barn sitt og birtir myndbönd á TikTok. Skjáskot/TikTok

Fólk hefur gert ýmislegt til þess að drepa tímann í samkomubanni. Hin bandaríska Morgan ákvað að teikna augabrúnir á ungbarn sitt, Leighton Mae Rose, og birta á samskiptamiðlinum TikTok. Myndbönd af barninu hafa nú farið eins og eldur í sinu á netinu að því er fram kemur á vef Mirror. 

Móðirin Morgan hefur myndað dóttur sína gera venjuleg svipbrigði með teiknaðar augabrúnir. Allt er þetta til gamans gert en augabrúnirnar henta frekar fullorðnum einstaklingum. 

„Ég sá eitthvað svipað fyrir nokkrum árum og þegar ég var að reyna að skemmta mér með fjölskyldunni fannst okkur fyndið að sjá svipbrigði hennar með augabrúnunum,“ sagði móðirin. „Eftir að TikTok varð vinsælt í samkomubanni ákváðum við að gera myndband.“

Móðirin sagði að það hefði verið skrítið þegar myndböndin náðu vinsældum. Þrátt fyrir að flest viðbrögðin séu góð leynast slæm ummæli inn á milli. Morgan reynir að lesa ekki athugasemdir um myndbandið og forðast þannig neikvæð ummæli sem hún segir slæm fyrir geðheilsuna. mbl.is