Gæti séð eftir að eignast ekki þriðja barnið

Emma Bunton rekur barnavörufyrirtæki og langar í fleiri börn.
Emma Bunton rekur barnavörufyrirtæki og langar í fleiri börn. Skjáskot/Instagram

Kryddpían Emma Bunton segist vera að íhuga alvarlega að bæta við þriðja barninu en hún þurfi að huga að því hvernig það myndi hafa áhrif á frama hennar.

Bunton sem er 44 ára segir að hún og maðurinn hennar Jade Jones hafi rætt þessi áform um að stækka fjölskylduna alvarlega. Hún sé þó hugsi yfir því þar sem hún er að fara í tónleikaferðalag með Kryddpíunum á næsta ári. Fyrir eiga hjónin börn sem eru tólf og átta ára. 

Emma vill samt alls ekki sjá eftir að eignast ekki þriðja barnið. Þetta kemur fram í viðtali við Bunton í hlaðvarpsþættinum Happy Baby. 

„Jade myndi elska að eignast fleiri börn. Ég á hins vegar í innri togstreitu þar sem ég mun augljóslega aldrei sjá eftir að eignast annað barn en ég gæti séð eftir því að eignast það ekki. Ég er 44 ára og Kryddpíurnar ætla að taka saman aftur. Svo er ég með eigið fyrirtæki, Kit & Kin, sem gengur mjög vel. Ég á tvö heilbrigð börn og held að ég verði enn stressaðri ef ég bæti þriðja barninu við. Börnin vilja þó systkin. Á nýársdag spurði ég alla hvað þau óskuðu sér. Börnin svöruðu bæði að þau vildu lítið systkin.“

View this post on Instagram

Our New Year’s Day tradition #walkinthepark Happy New Year from us! 💋

A post shared by emmaleebunton (@emmaleebunton) on Jan 1, 2019 at 9:07am PST

mbl.is