Mígrenið versnaði eftir fæðingu

Khloé Kardashian þjáist af mígreni.
Khloé Kardashian þjáist af mígreni. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian byrjaði að fá mígreniköst þegar hún var 12 ára. Í dag er hún 36 ára og hafa köstin versnað síðustu ár og þá sérstaklega eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir rúmum tveimur árum. 

Stjarnan segir mígrenið stundum hafa áhrif á móðurhlutverkið en hún hefur verið mikið ein með dóttur sína True Thompson. „Síðan ég eignaðist True hefur mígrenið versnað,“ sagði Kardashian í viðtali sem birtist á vef Women's Health. 

Stjarnan hefur viðurkennt að fá stundum samviskubit þegar mígrenið kemur í veg fyrir að hún geti verið til staðar fyrir dóttur sína. Kardashian lagði til að mynda mikið í búninga á hrekkjavökunni í fyrra en hún var viss um að dóttir sín ætti eftir að muna eftir deginum þótt hún væri bara eins og hálfs árs. Kardashian byrjaði að finna fyrir mígreni svo þær mæðgur þurftu að fara fyrr heim þegar þær voru að sníkja nammi. Kardashian kenndi sjálfri sér um og fannst hún vond móðir.  

Kardashian segist vera sú eina í fjölskyldunni með mígreni og því hafi ekki alveg verið skilningur í fyrstu á verkjaköstunum og henni sagt að harka af sér. Þegar faðir hennar fór í krabbameinsmeðferð þjáðist hann af mígreni og áttaði sig á hvað dóttir hans hefði gengið í gegnum. 

View this post on Instagram

🤍Cheeessseeeeeeee 🤍

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Apr 28, 2020 at 11:00am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert