Prinsinn fékk dýrmæta gjöf frá Attenborough

Georg prins ánægður með tönnina.
Georg prins ánægður með tönnina. AFP

Sir David Attenborough heimsótti Vilhjálm Bretaprins, Katrínu hertogaynju af Cambrigde og börn þeirra þrjú í Kensingtonhöll í liðinni viku til að horfa á nýja náttúrulífsmynd hans. Í heimsókninni gaf hann Georgi prins dýrmæta gjöf, steingerving af tönn úr útdauðri tegund hákarls. 

Prinsinn virtist hæstánægður þegar hann tók við tönninni úr hákarlinum. Tönnina fann Attenborough í fjölskyldufríi á Möltu á 7. áratug síðustu aldar. Hún er talin vera um 23 milljón ára gömul og er úr megalodon-hákarli. Megalodon-hákarlarnir urðu gríðarlega stórir, allt að 15 metra langir, sem er tvisvar sinnum lengra en hvítháfar verða í dag.

Viðburðurinn var haldinn í garðinum við Kensingtonhöll svo að auðveldara væri að fara eftir sóttvarnareglum. 

Vilhjálmur og Attenborough horfðu saman á mynd þess síðarnefnda, A Life On Our Planet, þar sem hann fjallar um ævistarf sitt og þær breytingar á jörðinni sem hann hefur upplifað í gegnum áratugina. 

Eftir kvikmyndina spjallaði Attenborough við Vilhjálm, Katrínu og George, Karlottu og Lúðvík.

David Attenborough spjallaði við fjölskylduna í Kensington eftir kvikmyndina.
David Attenborough spjallaði við fjölskylduna í Kensington eftir kvikmyndina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert