Myndirnar af barnsmissinum ekki ætlaðar öllum

Chrissy Teigen og John Legend misstu ófætt barn sitt fyrir …
Chrissy Teigen og John Legend misstu ófætt barn sitt fyrir stuttu. Fyrir áttu þau tvö börn. AFP

Í byrjun mánaðarins greindi fyrirsætan Chrissy Teigen frá því að hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn John Legend, hefðu misst ófæddan son sinn. Með færslu á Instagram birti hún myndir af syni þeirra Jack á fæðingardeildinni og barnsmissinum. Nú hefur Teigen skrifað langa bloggfærslu um upplifunina. Hún þakkar fyrir fallegar kveðjur og segist vera sama um neikvæðar athugasemdir. 

Teigen blæddi mikið á meðgöngunni. Hún var búin að vera rúmliggjandi í mánuð en allt kom fyrir ekki og hún þurfti að fara á spítala. 

„Eftir tvær nætur á spítalanum sagði læknirinn mér nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það var kominn tími til að segja bless. Hann myndi ekki lifa þetta af og ef ég gengi lengur með hann myndi ég ekki gera það heldur,“ skrifaði Teigen sem lýsir því hvernig hún missti allt blóð þrátt fyrir að hafa fengið marga poka af blóði. Seint um kvöld var henni sagt að hún þyrfti að fæða barnið morguninn eftir. Hún grét mikið og átti erfitt með að ná andanum fyrir sorg. „Jafnvel núna þegar ég skrifa þetta finn ég allan sársaukann aftur.“

Teigen þurfti að fæða son sinn, sem var 20 vikna gamall. Markmiðið var að ná 28 vikum en það gekk ekki upp. Hún fékk mænudeyfingu og var sett af stað. Hún hafði ekki áður upplifað þungun sem gekk ekki upp en þurfti að fara í gegnum tæknifrjóvgun til þess að verða ólétt að börnunum sem hún átti fyrir. Hún vissi þó að fylgjan hennar væri ekki sterk en annað barn hennar, Miles, kom í heiminn mánuði fyrir tímann þar sem hann fékk ekki nógu mikla næringu í móðurkviði. 

Teigen var gagnrýnd af sumum fyrir að birta myndir frá spítaladvölinni. Henni er sama um það. Myndirnar voru ekki ætlaðar öllum. 

„Ég bað mömmu mína og John að taka myndir, sama hversu óþægilegt það var. Ég útskýrði það fyrir hikandi John að ég þyrfti á þeim að halda og ég vildi ekki vera spurð. Hann þyrfti bara að gera það. Hann þoldi það ekki. Ég sá það á honum. Hann skildi ekki af hverju,“ Teigen vissi hins vegar að hún þyrfti að muna eftir þessum tíma. Hún vildi líka geta deilt sögu sinni.

„Ég get ekki útskýrt hversu sama mér er um þá sem hötuðu myndirnar. Hversu sama mér er um að þetta er eitthvað sem þið hefðuð ekki gert. Ég gekk í gegnum þetta, ég ákvað að gera þetta og það sem meira máli skiptir: þessar myndir eru ekki fyrir alla en þær eru fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum þetta eða er nógu forvitið til að ímynda sér hvernig þetta er. Þessar myndir eru bara fyrir fólk sem þarf á þeim að halda. Skoðanir annarra skipta ekki máli.“

Hér má lesa bloggfærslu Teigen í fullri lengd. 

View this post on Instagram

We are shocked and in the kind of deep pain you only hear about, the kind of pain we’ve never felt before. We were never able to stop the bleeding and give our baby the fluids he needed, despite bags and bags of blood transfusions. It just wasn’t enough. . . We never decide on our babies’ names until the last possible moment after they’re born, just before we leave the hospital.  But we, for some reason, had started to call this little guy in my belly Jack.  So he will always be Jack to us.  Jack worked so hard to be a part of our little family, and he will be, forever. . . To our Jack - I’m so sorry that the first few moments of your life were met with so many complications, that we couldn’t give you the home you needed to survive.  We will always love you. . . Thank you to everyone who has been sending us positive energy, thoughts and prayers.  We feel all of your love and truly appreciate you. . . We are so grateful for the life we have, for our wonderful babies Luna and Miles, for all the amazing things we’ve been able to experience.  But everyday can’t be full of sunshine.  On this darkest of days, we will grieve, we will cry our eyes out. But we will hug and love each other harder and get through it.

A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) on Sep 30, 2020 at 8:58pm PDT

mbl.is