Varð ólétt rétt fyrir aðgerð á legi

Mandy Moore á von á barni.
Mandy Moore á von á barni. AFP

This is Us-leikkonan Mandy Moore á von á sínu fyrsta barni á næstunni. Hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Taylor Goldsmith, voru búin að reyna í töluverðan tíma þegar hún varð ólétt. Moore var meira að segja búin að panta tíma í aðgerð á legi þegar hún varð ólétt. 

„Við tókum egglospróf og allt það,“ sagði Moore í viðtali við Romper. Að lokum pantaði hún tíma hjá frjósemissérfræðingi. Niðurstaðan var sú að það væri vandamál með leg hennar og hún væri mögulega með endómetríósu. 

Moore var tilbúin að fara í aðgerð og láta laga í sér legið og athuga með endómetríósu. Henni fannst gott að vera með plan og mögulega ástæðu fyrir því að hún var ekki orðin ólétt. 

Rétt fyrir aðgerðina fór hún til frjósemissérfræðingsins sem minntist á að hún væri með egglos. Hún gæti því orðið ólétt þótt möguleikinn væri lítill vegna vanda hennar. Leikkonan varð svo ólétt. 

Stjarnan áttaði sig á hversu lítið hún vissi um eigin líkama eftir þetta ferli. Það væri líka ástæða fyrir því að læknar mæltu með því að reyna í ár og ef ekkert gerðist á þeim tíma væri gott að byrja að skoða mögulegar ástæður. „En ég var bara, ég óskaði þess að hafa vitað þetta fyrr. Það hefði breytt miklu hefði ég búið yfir þessum upplýsingum.“

Eftir vandræðin átti Moore erfitt með að trúa því að hún væri að fara að eignast barn. „Vegna legvandans var ég mjög hikandi að trúa því og gera mér einhverjar væntingar. Ég hélt eiginlega niðri í mér andanum í 12 vikur.“

View this post on Instagram

A post shared by Mandy Moore (@mandymooremm)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert