Fékk vöfflujárn í gjöf frá langömmu

Archie ásamt föður sínum Harry prins.
Archie ásamt föður sínum Harry prins. mbl.is/skjáskot Instagram

Harry prins ræddi um Archie, frumburð sinn og Meghan, við grínistann James Corden.

Archie er nú orðin 21 mánaðar gamall og hefur Harry lýst honum sem ótrúlegum strák með frábæran persónuleika. Archie er sagður vera farinn að reyna að mynda setningar og syngur hástöfum.

Harry sagði að Archie hafði fengið vöfflujárn í jólagjöf frá langömmu sinni, Bretlandsdrottningu.

Þá var fyrsta orð Archies „crocodile“ eða krókódíll. Svefnrútínan virðist vera í föstum skorðum  en hann fær alltaf bað og sögu fyrir svefninn.

Drottningin gaf Archie langömmubarni sínu vöfflujárn í jólagjöf.
Drottningin gaf Archie langömmubarni sínu vöfflujárn í jólagjöf. AFP
mbl.is