Ofurfyrirsætan Kloss orðin móðir

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er orðin móðir.
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er orðin móðir. AFP

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss og eiginmaður hennar Joshua Kushner eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Kushner, sem er bróðir Jareds Kushners eiginmanns Ivönku Trump, tilkynnti fæðingu frumburðarins í gær. 

Hann bauð barnið velkomið í heiminn en tilgreindi ekki hvort um dreng eða stúlku væri að ræða. Þá gáfu þau hjónin ekki upp nafnið á barninu. 

Kloss sagði frá því í október á síðasta ári að þau ættu von á barni. Kloss og Kushner gengu í það heilaga í október 2018 í látlausri athöfn í New York-ríki.

mbl.is