Langar frekar að ættleiða

Demi Lovato.
Demi Lovato. AFP

Tónlistarkonunni Demi Lovato þykir ólíklegt að hún muni ganga með barn í framtíðinni. Hún sér fyrir sér að hún muni frekar ættleiða. 

„Ég held að ég myndi vilja ættleiða frekar en eitthvað annað. Lífið fer ekki alltaf eftir plani. Ég get setið hér og sagt að ég myndi elska að eignast börn. En ég veit ekki, því í næstu viku gæti það breyst. En núna nákvæmlega langar mig til að ættleiða, án efa,“ sagði Lovato í viðtali við Joe Rogan. 

Lovato sagði að þegar hún var trúlofuð á síðasta ári hefði hún haldið að þau myndu giftast, hún verða ólétt og þau stofna fjölskyldu. Þau Max Ehrich slitu hins vegar trúlofuninni eftir nokkra mánuði. „Ég veit alveg að líf mitt er ekki eins og planið var,“ sagði Lovato.

Lovato bætti við að einmitt núna sæi hún ekkert endilega fyrir sér að hún myndi fara aftur í samband með karlmanni. „Ég sé ekki einu sinni fyrir mér að ég verði ólétt,“ sagði Lovato.

mbl.is