Foreldrar þurfa stundum að reiðast

Hjónin Ben og Marina Fogle með börnunum sínum.
Hjónin Ben og Marina Fogle með börnunum sínum. Skjáskot/Instagram

Hjónin Ben og Marina Fogle segja mikilvægt stundum að sýna reiði þegar kemur að uppeldi barna. 

„Allir foreldrar sem segjast ekki hafa misst stjórn á skapi sínu við börn sín eru annað hvort að ljúga eða á lyfjum,“ segir fjölmiðlamaðurinn breski Ben Fogle í viðtali við The Times. „Jafnvel villt dýr missa stjórn á skapi sínu við ungviðin til þess að sína þeim hvar hætturnar eru.

Eiginkona hans Marina Fogle heldur úti hlaðvarpsþætti sem ber heitið As Good As It Gets? og fjallar um uppeldi hefur einnig tekið í sama streng. „Börnin geta stundum reynt mjög á taugarnar og stundum þarf maður að missa stjórn á skapi sínu til þess að reiðin verði nýtt áfram til góðs. 

„Ég hef áhyggjur að ef við sýnum aðeins hegðun sem er fullkomin og ásættanleg þá erum við ekki að kenna börnunum hvernig raunverulegt líf er.“

„Ef maður elur upp börn þannig að maður er á tánum gagnvart þeim, afar mjúkur og aldrei að hækka rödd sína - ég sé þetta hjá vinum mínum - börnin eru bara ekki reiðubúin fyrir alvarleika lífsins.“

Sjálfur man Ben ekki eftir því að foreldrar hans hafi nokkurn tímann hækkað róminn. „En þegar ég var ellefu ára þá fór ég í siglingu með vini mínum. Sá sem stýrði bátnum reiddist mjög við okkur og öskraði á okkur. Ég var í áfalli. Enginn hafði nokkurn tímann hækkað rödd sína við mig fyrr. Ég man þetta enn eins og þetta gerðist í gær.“

Marina viðurkennir að verða oft heitt í hamsi. „Ég er týpan sem kastar skónum ef ég næ ekki að losa reimarnar almennilega. Ég læt það þó ekki bitna á börnunum og biðst alltaf afsökunar ef segi eitthvað rangt eða er óþolinmóð. Það er mikilvægt að sjá að sér. Ef maður hunsar reiðisköstin þá missir maður tækifærið til þess að sýna að það er enn hægt að bæta sig þó maður klúðri endrum og eins,“ segir Marina.

„Oftast drögum við þó djúpt andann og útskýrum rólega fyrir börnunum hvað megi betur fara. Það er mjög sjaldan sem það virkar ekki.“

View this post on Instagram

A post shared by Marina Fogle (@marina.fogle)

mbl.is