Díana væri stolt af strákunum sínum

Díana prinsessa og Sarah Ferguson voru svilkonur og bestu vinkonur.
Díana prinsessa og Sarah Ferguson voru svilkonur og bestu vinkonur. Samsett mynd

Rithöfundurinn Sarah Ferguson segir að Díana prinsessa heitin myndi vera stolt af strákunum sínum, Vilhjálmi og Harry Bretaprins, ef hún gæti séð þá í dag. Ferguson og Díana prinsessa voru æskuvinkonur og urðu góðar vinkonur þegar þær giftust báðar inn í bresku konungsfjölskylduna.

„Hún myndi vera mjög stolt af sonum sínum og eiginkonum þeirra. Og hún myndi vera nákvæmlega eins og ég; heltekin af barnabörnunum sínum. Því það var það sem hún elskaði,“ sagði Ferguson í viðtali við People.

Ferguson bætti við að Díana hefði elskað dætur hennar, Eugenie og Beatrice. „Ef hún sæti hérna með mér núna veit ég að hún myndi segja: „Ég er svo stolt af strákunum mínum og hinum mögnuðu eiginkonum sem þeir hafa valið.“ Af því hvert þeirra hefur sína rödd,“ sagði Ferguson.

Vilhjálmur Bretaprins og Harry Bretaprins.
Vilhjálmur Bretaprins og Harry Bretaprins. AFP
mbl.is