Berar bumbuna á annarri meðgöngu

Ashley Graham.
Ashley Graham. AFP

Fyrirsætan Ashley Graham gengur nú með sitt annað barn. Hún birti mynd af sér á Instagram á dögunum þar sem hún er allsnakin með aðeins handklæði um hárið. 

Graham greindi frá því að hún og eiginmaður hennar Justin Ervin ættu von á öðru barni sínu en þeim fæddist sonur í janúar 2020. 

Graham hefur verið opinská um meðgönguna á samfélagsmiðlum síðan hún opinberaði hana og sýnt kúluna frá mörgum sjónarhornum. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is