Börn þurfa ást umfram allt annað

Það hefur ýmislegt gengið á í sambandi þeirra Beyoncé og …
Það hefur ýmislegt gengið á í sambandi þeirra Beyoncé og Jay Z ef marka má fjölmiðla. Þau virðast þó sammála þegar kemur að börnum sínum og uppeldinu á þeim. mbl.is/Instagram

Ofurparið Jay Z og Beyoncé eru á því að það eina sem börn þurfa í lífinu sé ást og umhyggja. Allt annað komi af sjálfu sér. Þau segja það að vera góðar fyrirmyndir einnig skipta miklu máli og samvera með börnunum skili sér alltaf inn í framtíðina.

Fjölskyldan hefur notað kórónuveirutímann til að styrkja fjölskylduböndin og er Beyoncé á því að móðurhlutverkið sé það allra mikilvægasta í lífinu og því sé hún sátt við hlutskipti sitt núna.  Hún prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði Harper's Bazaar þar sem hún fjallar um það hvernig var að vera barn sjálf. 

„Fólk trúði því ekki að ég gæti sungið því ég talaði ekki mikið þegar ég var barn. Ég hafði þó tekið upp tugi laga áður en ég varð tíu ára. Ég vann ótrúlega mikið þar til ég varð þrítug og vildi leggja hart að mér til að verða poppstjarna. Ég var oftast eina svarta konan á sviðinu og var fljót að átta mig á að vegna þess yrði ég að leggja aðeins meira á mig en aðrir.“

Jay Z og Beyoncé eiga dótturina Blue Ivy sem er níu ára og virðist hún vera að feta í fótspor foreldra sinna. Þau eiga einnig tvíburana Rumi og Sir Carter fjögurra ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert