Nýfæddur sonur Ronaldo látinn

Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo.
Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo. AFP

Knatt­spyrn­u­stjarn­an Cristiano Ronaldo tilkynnti í dag að nýfæddur sonur hans og Georginu Rodriguez sé látinn.

Parið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum en Rodriguez fæddi tvíbura.

Stúlkan er við góða heilsu segir í færslunni.

„Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum að sonur okkar lést. Um er að ræða mesta sársauka sem foreldrar upplifa,“ segir í færslunni.

Parið óskar eftir næði til þess að syrgja son sinn. 

 

mbl.is