Kjaftaði óvart frá kyni barnsins

Ellen DeGeneres og Jennifer Lawrence.
Ellen DeGeneres og Jennifer Lawrence. Samsett mynd

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres virðist hafa misst út úr sér kynið á barni leikkonunnar Jennifer Lawrence á dögunum. 

Lawrance og eiginmaður hennar, Cooke Maroney kynntust árið 2018 og giftu sig í október 2019. Þau eignuðust sitt fyrsta barn í febrúar á þessu ári, en á meðgöngunni tóku þau þá ákvörðun að halda barninu fjarri fjölmiðlum.

Hjónin hafa ekki gefið upp neinar upplýsingar um barnið, en DeGeneres gæti hafa kjaftað frá kyni barnsins í viðtali við Lawrance á dögunum.

Í viðtalinu segir DeGeneres frá því að þær Lawrance séu nágrannar og segir „Ég heyri stundum í þér tala við hann,“ og hefur því orðrómur farið af stað um að hjónin hafi eignast son. 

mbl.is