R. Kelly á von á barni

Tónlistarmaðurinn R. Kelly.
Tónlistarmaðurinn R. Kelly. AFP

Tónlistarmaðurinn R. Kelly á von á barni með unnustu sinni, Joycelyn Savage. Þetta kemur fram í nýlegri bók hennar, Love and Joy of Robert. Bókin er aðeins ellefu blaðsíður að lengd, en hún kom út á Amazon í síðustu viku. Kelly var dæmdur í 30 ára fangelsi í júní síðastliðnum eftir margra ára glæpastarfsemi, mansal og vændi. 

Í bókinni segir Savage unnusta sinn hafa sent sér trúlofunarhring degi eftir að hann var dæmdur í fangelsi, og að nú tveimur mánuðum síðar hafi hún komist að því að þau eigi von á barni saman. 

Í samtali við New York Post segir Savage unnusta sinn hafa samþykkt bókina. „Þetta var gleðidagur en ófullkominn tími í lífi mínu. Í dag er ég þakklát Guði fyrir að gefa mér dýrmætustu gjöfina. Robert er mjög spenntur yfir fréttunum um að ég sé að fara eignast barn og finnst leiðinlegt að hann muni ekki geta verið hér með okkur,“ sagði hún. 

Fleiri mál gegn Kelly eru fyrirhuguð, en val á kviðdómi í öðru máli gegn Kelly í Chicago í Bandaríkjunum hófst í gær, mánudag. Þá eru tvö önnur mál gegn Kelly fyrirhuguð í tveimur öðrum ríkjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert