Ráðherra klæddi sig upp sem Elsa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skellti sér í búning um helgina.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skellti sér í búning um helgina. Samsett mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði sér lítið fyrir um helgina og klæddi sig upp sem Disney-prinsessan Elsa úr teiknimyndinni Frozen. Tilefnið var afmæli fjögurra ára frænku hennar, en þemað var auðvitað Frozen. 

Áslaug sýndi búninginn á samfélagsmiðlum um helgina. 

„Ég ákvað að leggja mig alla fram til að halda í titilinn uppáhaldsfrænkan þrátt fyrir að vera almennt of upptekin. Elsa vakti gríðarlega kátínu meðal barnanna og það var mikilvægt að taka sig ekki of hátíðlega, verandi eini fullorðni einstaklingurinn í boðinu í búning,“ skrifar Áslaug, sem tók sig glæsilega út sem Elsa.

mbl.is

Bloggað um fréttina