22 ára og á tíu börn með átta konum

Ljósmynd/Pexels/Michael Morse

Rapparinn NBA Youngboy tók á móti sínu tíunda barni á dögunum með unnustu sinni Jazlyn Mychelle. Fyrir eiga þau dótturina Noru sem fæddist árið 2021. 

Youngboy, sem er aðeins 22 ára gamall, á nú tíu börn með átta konum og minnir fjölskyldulíf hans óneitanlega á fjölskyldulíf grínistans Nick Cannons, en hann tók einmitt á móti sínu tíunda barni á dögunum og á von á ellefta barninu fyrir árslok. 

Mychelle birti mynd af rapparanum með syni sínum á Instagram-reikningi sínum, en þau tilkynntu fyrst að þau ættu von á sínu öðru barni saman fyrr í þessum mánuði þar sem sást glitta í trúlofunarhring. Parið staðfesti svo að þau hefðu trúlofast samkvæmt heimildum People

mbl.is