Smáforrit í ferðalagið

Fjölmörg forrit er hægt að nota án þess að vera …
Fjölmörg forrit er hægt að nota án þess að vera sítengd við internetið. Mynd/pixhere.com

Í dag notum við síma eða spjaldtölvu til að leiðsegja okkur, þýða fyrir okkur og gefa okkur góð ráð á ferðalögum. Það getur verið dýrt að nota netið og því upplagt að kynnast nokkrum hjálplegum smáforritum sem hægt er að nota án nettengingu.

Travel expert

Þetta smáforrit færir þér landakort á silfurfati án nettengingar, þú getur því skoðað heilu borgirnar og landsvæði í símanum þínum án vandkvæða

Tripit

Hver man ekki eftir því að hafa þurft að prenta út allar staðfestingar á flugi og hóteli eða þurfa að leita í pósthólfinu eftir staðfestingarnúmerinu. Tripit smáforritið safnar öllum þessum upplýsingum á einn stað sem þú getur svo meira að segja deilt með samferðarfólki.

Google Translate

Samskipti verða töluvert einfaldari ef þú og sá sem þú ræðir við talið sama tungumál, en það er ekki alltaf svo gott. Þú getur valið um 59 tungumálapakka sem þú hleður svo niður í símann þinn og notar. Í sumum tilfellum geturðu meira að segja tekið mynd af texta of fengið hann þýddan. Það getur komið sér vel í löndum þar sem letrið er ólíkt því sem þú þekkir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert