Stephanie liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að Brexit.
Stephanie liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að Brexit. Ljósmynd/Stefdies

Sérkennilegar sjálfur

Það er ekki óalgeng sjón að sjá ferðamenn taka svokallaðar sjálfur fyrir framan þekkt kennileiti.

Fólk hefur jafnvel gengið svo langt að hætta lífi sínu fyrir hina fullkomnu sjálfu, að eigin mati. Listakonan Stephanie Leigh Rose hefur fært sjálfuæðið upp í nýjar hæðir þar sem hún leyfir kennileitinu að vera í aðalhlutverki og lætur frekar lítið fyrir sér fara.

Stephanie tekur óhefðbundna sjálfu á Mýrdalsjökli.
Stephanie tekur óhefðbundna sjálfu á Mýrdalsjökli. Ljósmynd/Stefdies

Myndirnar hafa vakið mikla athygli enda ólíkar þeim myndum úr ferðalögum sem við þekkjum. Að sögn Stephanie byrjuðu þessar sjálfumyndir sem grín en hafa núna þróast upp í það að endurspegla venjulegt líf þar sem hún sé oft á tíðum uppgefin á ferðalögum og að lífið sé hreinlega ekki fullkomið eins og sumar sjálfur gefa til kynna.

Sérkennileg sjálfa á Ítalíu.
Sérkennileg sjálfa á Ítalíu. Ljósmynd/Stefdies

 Hægt er að skoða fleiri myndir og fylgjast með listakonunni á vefsíðu hennar hér.