Sýnir Fáskrúðsfjörð í einstöku ljósi

Costantino Carrara í fögru umhverfi á Fáskrúðsfirði.
Costantino Carrara í fögru umhverfi á Fáskrúðsfirði. Ljósmynd/Roberto Amato

Carrara sem er 22 ára Ítali má segja sé af nýrri kynslóð tónlistarmanna sem leggja allan sinn metnað í að verða stór á samfélgasmiðlum frekar en að selja geisladiska eða halda tónleika. Hann byrjaði einungis 14 ára að gefa út tónlistarmyndbönd á Youtube rásinni sinni þar sem áhorfstölur eru komnar yfir 100 milljónir í dag. Costantino tók upp tvö myndbönd á Íslandi þar sem annað var tekið í Stakkholtsgjá en hitt, eins og áður var nefnt, á Fáskrúðsfirði.

Sérstaða Carrara er að flytja ábreiður af þekktum lögum á píanói. Lagið sem hann flutti í myndbandinu er ábreiða af laginu Stairway To Heaven með Led Zeppelin en til gamans má geta að Robert Plant, einn af höfundum lagsins, kemur til landsins í sumar og heldur tónleika á Secret Solstice.

Myndbandið, var unnið í samstarfi við Fosshótel Austfirði ásamt Yamaha, Flowkey og Musicnotes, sýnir fegurð Fáskrúðsfjarðar í einstöku ljósi þar sem fjörðurinn, bærinn og fjöllin í kring spila stórt hlutverk í tónlistarmyndbandinu. Bryggjan er hluti af hótelinu sem rekur starfsemi sína í Frönsku húsunum en þekktasta húsið er án efa bygging Franska spítalans sem byggt var 1903 en tekið niður og flutt skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld.  Frönsku húsin voru endurgerð árið 2014 í samstarfi við Minjavernd og hlutu menningarverðlaun Evrópu, Europa Nostra en þetta er jafnframt fyrsta verkefnið hér á landi sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun.

mbl.is