Mæla með tíu heillandi stöðum á Íslandi

Á listanum eru fallegir og spennandi staðir víðsvegar um landið.
Á listanum eru fallegir og spennandi staðir víðsvegar um landið. Samsett mynd

Eitt vinsælasta ferðablogg Bretlands, Hand Luggage Only, birti á dögunum lista yfir tíu bestu bæina á Íslandi sem þeir mæla með að ferðalangar heimsæki á ferðalagi sínu um Ísland. 

Þeir Yaya Onalaja-Aliu og Lloyd Griffiths sjá um bloggið, en þeir hafa hlotið fjölda verðlauna fyrir efni sitt og eru þekktir fyrir ítarlegar og fróðlegar færslur og fallegar myndir. 

10 bestu bæirnir á Íslandi að mati Hand Luggage Only

1. Vík í Mýrdal

Vík í Mýrdal er í efsta sæti listans, en bloggararnir …
Vík í Mýrdal er í efsta sæti listans, en bloggararnir mæla með því að fólk stoppi í bænum ef það á leið um hringveginn. Ljósmynd/Unsplash/Julia Solonina

2. Reykjavík

Bloggararnir viðurkenna að Reykjavík sé vissulega borg en ekki bær, …
Bloggararnir viðurkenna að Reykjavík sé vissulega borg en ekki bær, en þeir gátu ekki sleppt því að hafa hana á listanum. Ljósmynd/Unsplash/Einar H. Reynis

3. Húsavík

Að sögn bloggaranna er Húsavík einn af bestu stöðunum á …
Að sögn bloggaranna er Húsavík einn af bestu stöðunum á landinu til að sjá hvali. Ljósmynd/Unsplash/Job Savelsberg

4. Akureyri

Bloggararnir viðurkenna aftur að á listanum sé borg, en þeir …
Bloggararnir viðurkenna aftur að á listanum sé borg, en þeir telja þó að andrúmsloftið á Akureyri líkist frekar bæ en borg. Ljósmynd/Unsplash/Till Rottmann

5. Seyðisfjörður

Seyðisfjörður er í fimmta sæti listans, en bloggararnir segja að …
Seyðisfjörður er í fimmta sæti listans, en bloggararnir segja að ferðalangar verði að heimsækja bæinn enda bjóði hann upp á ótrúlega fegurð allan ársins hring. Ljósmynd/Unsplash/Izabela Kraus

6. Selfoss

Í færslunni mæla bloggararnir með stoppi á Selfossi, enda er …
Í færslunni mæla bloggararnir með stoppi á Selfossi, enda er stutt þaðan að heimsækja margar af fegurstu perlum Íslands. Ljósmynd/Unsplash/Freysteinn G. Jonsson

7. Keflavík

Bloggararnir segja Keflavík vera svo miklu meira en bara flugvallabæ …
Bloggararnir segja Keflavík vera svo miklu meira en bara flugvallabæ og mæla með því að fólk verji smá tíma þar í stað þess að bruna beint til Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

8. Hólmavík

Bloggararnir lýsa Hólmavík sem einum af fegurstu bæjum landsins.
Bloggararnir lýsa Hólmavík sem einum af fegurstu bæjum landsins. mbl.is/Sigurður Bogi

9. Hellnar

Hellnar er eitt af elstu sjávarþorpum landsins, en þar í …
Hellnar er eitt af elstu sjávarþorpum landsins, en þar í kring er ótrúlegt landslag sem vert er að skoða. Ljósmynd/Unsplash/Misha Levko

10. Eskifjörður

Í síðasta sæti listans er hinn fagri Eskifjörður.
Í síðasta sæti listans er hinn fagri Eskifjörður. mbl.is/Rax

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert