Rómantísk stund undir stjörnubjörtum himni

Cinema Paradiso kvikmyndahúsið á Soneva Fushi hótelinu á Maldive-eyjum er …
Cinema Paradiso kvikmyndahúsið á Soneva Fushi hótelinu á Maldive-eyjum er ævintýri líkast. Ljósmynd/CinemaParadiso

Þetta klassíska að þykjast geispa og grípa svo utan um sessunautin í myrkrinu eða stundin þegar hendurnar mætast ofan í popppokanum eru einmitt svona bíómyndaútgáfur af fyrsta stefnumótinu. Það er þó ekki alltaf þannig í raunveruleikanum. Við ætlum þó ekki að fara að tíunda við það hér heldur taka hefðbundna bíóferð upp á næsta stig, nefnilega skoða hvar í heiminum er hægt að fara í bíóferð undir berum himni.

Sotto le stelle del Cinema

Ef þú átt leið um Bologna á Ítalíu er upplagt að staldra við eitt kvöldið á Sotto le stelle del Cinema eða undir stjörnum kvikmyndahússins sem er afskaplega fagurt kvikmyndahús sem sýnir einungis klassískar hljóðlausar bíómyndir. Það sem gerir stundina svo fagra er að undir spilar sinfóníuhljómsveit þannig að þetta er listaverk bæði fyrir augu og eyru. Viðburðurinn er ókeypis og haldin reglulega frá júní og fram í miðjan ágúst.

Einstaklega fagurt umhverfi í miðri Bologna á Ítalíu.
Einstaklega fagurt umhverfi í miðri Bologna á Ítalíu. Ljósmynd/Sotto Le Stelle


Alamo Drafthouse Rolling Roadshow

Í Austin í Texasríki í Bandaríkjunum er að finna ansi sérstakt kvikmyndahús, ef hús skyldi kalla en fyrirtækið býður upp á einstakar upplifanir þar sem gestir láta vel um sig fara á upplásnum kleinuhringjum út í miðju vatni. Reyndar gæti það verið heldur óhugnanlegt ef það væri verið að sýna kvikmyndina Jaws en það myndi líklega gera upplifunina sterkari.

Áhorfendur láta vel um sig fara á uppblásnum kleinuhringjum.
Áhorfendur láta vel um sig fara á uppblásnum kleinuhringjum. Ljósmynd/AlamoDrafthouse

Sandbox at the Miami Beach Edition

Draumaupplifun á boutique hóteli þar sem búið er að setja upp einstaklega rómantíska sviðsmynd fyrir gesti. Sandur, ómur af öldum, hengirúm, góður matur og að ógleymdri bíómynd. Þarna væri hægt að hanga vikum saman.

Notalegt umhverfi fyrir ástfangna.
Notalegt umhverfi fyrir ástfangna. Ljósmynd/SandboxEdition

Rooftop Cinema Club

Á SkyLawn barnum á Embassy Suites Hilton hótelinu í New York er hægt að koma sér vel fyrir með góðan kokkteil í annarri hendinni. Allir gestir fá þráðlaus heyrnatól til að horfa á klassíska bíómynd að hætti hússins. Ekki skemmir útsýnið af barnum fyrir og ekki ólíklegt að hugurinn fari að reika um

Eru gestir komnir til að horfa á bíómynd eða útsýnið …
Eru gestir komnir til að horfa á bíómynd eða útsýnið yfir New York? Ljósmynd/Hilton

Hottub Cinema

Hvernig hljómar það að liggja í heitum potta heila bíómynd? Svari hver fyrir sig en það er allavega í boði í Bretlandi, New York og á Ibiza. Kvikmyndahúsið hýsir 30 heita potta sem hægt er að deila með ástvinum nú eða fólki sem þú þekkir ekki neitt. Gestir eru hvattir til að klæða sig upp, drekka, dansa og leika sér á meðan kvikmyndin er sýnd.

Án efa eitt undarlegasta kvikmyndahúsið. Hvað ætli fólk geti hangið …
Án efa eitt undarlegasta kvikmyndahúsið. Hvað ætli fólk geti hangið lengi í heita pottinum? Ljósmynd/Hottub Cinema

Luna Cinema

Kvikmyndahúsið sýnir vinsælar bíómyndir á stórkostlega fallegum stöðum víða um Bretland, meðal annars í Westminister Abbey. Þetta ku vera ansi mikil upplifun og notaleg stund. Gestir eru hvatir til að mæta með þægilega stóla eða líta á þetta sem einskonar lautarferð. Þar sem veðrið í Bretlandi getur verið ansi óútreiknalegt getur borgað sig að kíkja á veðurspánna áður en haldið er af stað.

Kvikmyndahúsið er það vinsælasta sinnar tegundar í Bretlandi.
Kvikmyndahúsið er það vinsælasta sinnar tegundar í Bretlandi. Ljósmynd/LunaCinema
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert